Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð


Fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustunni fer eftir 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglum um fjárhagsaðstoð sem samþykktar voru í bæjarstjórn Seltjarnarness 15. desember 2014.

Upphæð fjárhagsaðstoðar tekur mið af tekjum umsækjanda eða hjóna/sambúðarfólks og ákveðinni grunnfjárhæð sem er kr. 177.600.-* fyrir einstakling og fyrir hjón kr. 284.160*.- Aðstoðin er í formi styrks eða láns.

Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru uppreiknaðar 1. janúar ár hvert.

Í 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir m.a. að hverjum manni er skylt “að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára”. Verði einstaklingur að leita eftir aðstoð sveitarfélagsins um þetta þarf hann að vera fjárráða og eiga lögheimili í bænum. Fjárhagsaðstoð er veitt í tengslum við önnur úrræði, t.d. ráðgjöf og leiðbeiningar.

Umsóknir um fjárhagsaðstoð eru mótteknar í viðtali hjá starfsmönnum félagsþjónustunnar. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókninni:

  1. Tekjuseðlar (laun/bætur) fyrir síðustu 2 mánuði.
  2. Nýjasta skattframtal og álagningarseðill.
  3. Skráning í Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins eða læknisvottorð um óvinnufærni.
  4. Önnur gögn eða gjöld sem við geta átt, s.s. yfirlit yfir greiðsluþjónustu.

Umsókn þarf að vera undirrituð af umsækjanda, en ef um hjón eða sambúðaraðila er að ræða þarf umsóknin að vera undirrituð af báðum aðilum.

Umsóknir eru teknar fyrir á fundum starfsmanna og í vissum tilfellum einnig lagðar fyrir fjölskyldunefnd. Áfrýja má niðurstöðu fjölskyldunefndar til Úrskurðarnefndar velferðarmála.

* uppfært 1.1 2018


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: