Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Þjónusta við aldraða

Þjónusta við aldraða

Endurgreiðslur fara þannig fram að viðkomandi ellilífeyrisþegi greiðir sinn hlut sjálfur hjá viðkomandi sjúkraþjálfara en framvísar síðan greiddum reikningi á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 og fyllir þar út beiðni um endurgreiðslu. Greiðsla eru lögð inn á reikning viðkomandi innan þriggja vikna. Í þjónustukjarna á jarðhæð við Skólabraut 3 – 5 er veitt margvísleg þjónusta fyrir aldraða og þar fer fram félagsstarf aldraðra.

Mötuneyti – heimsending matar.

Aldraðir geta fengið keyptan heitan hádegismat í matsal á Skólabraut 5 alla daga vikunnar. Nánari upplýsingar í síma 595 9148 eða 595 9145. Þeir sem ekki geta matast í mötuneytinu geta fengið mat sendan heim.

Hárgreiðsla.

Í þjónustukjarna er boðið upp á hárgreiðslu, fótsnyrtingu og aðstoð við böðun. Húsverðir veita nánari upplýsingar í síma 561 2007.

Niðurgreidd sjúkraþjálfun aldraðra.

Seltjarnarnesbær greiðir hlut ellilífeyrisþega í sjúkraþjálfun. Endurgreiðslur fara þannig fram að viðkomandi ellilífeyrisþegi greiðir sinn hlut sjálfur hjá viðkomandi sjúkraþjálfara en framvísar síðan greiddum reikningi á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2 og fyllir þar út beiðni um endurgreiðslu. Skilyrði er að viðkomandi sé orðinn 67 ára og búsettur á Seltjarnarnesi.og meðferð sé hjá löggiltum sjúkraþjálfara

Búsetumál aldraðra.

Við Skólabraut 3-5 eru 38 íbúðir fyrir aldraða. Flestar íbúðirnar eru eignaríbúðir en einnig eru nokkrar leiguíbúðir. Seltirningar, 65 ára og eldri, hafa forkaupsrétt að þessum íbúðum. 

Í Eiðismýri 30 eru 26 íbúðir fyrir 60 ára og eldri. Þar er húsvörður með viðveru hluta úr degi.

Hjúkrunarheimili – vistun aldraðra.

Aldraðir sem þarfnast vistunar á hjúkrunarheimili eða dvalarheimilum þurfa að óska eftir vistunarmati.  Eyðublað má fá hjá félagsþjónstunni og einnig á þessum heimasíðum: www.landlaeknir.is og www.island.is.

Á höfuðborgarsvæðinu er umsókn send Vistunarmatsnefnd, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Vistunarmatsnefnd er skipuð öldrunarlækni, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðingi. Þegar umsókn um vistunarmat er samþykkt er umsækjanda boðið að tilgreina óskir um að lágmarki fjögur hjúkrunarheimili.

Hjúkrunarheimilið Eir.

Seltjarnarnesbær á hlut í hjúkrunarheimilinu Eir og hafa aldraðir Seltirningar sem þurfa hjúkrunarvistun dvalist þar. Þá hefur bæjarfélagið aðgang að nokkrum rýmum á Hrafnistu í Laugarási og hafa eldri bæjarbúar einnig dvalist þar.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: