Félags- og tómstundastarf aldraðra
Starfið fer fram í þjónustukjarna í íbúðum aldraðra á jarðhæð við Skólabraut 3-5. Boðið er upp á margvísleg tómstundastörf. Má þar nefna handavinnu af ýmsu tagi, leirlist, glerlist og glerbræðsla. Þá eru spilakvöld, dans og jóga og farið er í ferðalög.
Dagskrá félagsstarfsins má nálgast hér
Upplýsingabæklingi um félagsstarfið er dreift til allra ellilífeyrisþega á haustin og liggur frammi á skrifstofu.