Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Barnavernd

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að tryggja börnum ásættanleg uppeldisskilyrði. Það er gert með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Með börnum er átt við einstaklinga að 18 ára aldri.

Starfað er eftir barnaverndarlögum nr. 80/2002 og öðrum lögum eftir því sem við á hverju sinni.

Félagsmálaráð fer með málefni barnaverndarnefndar.

Þær skyldur eru lagðar á almenning samkvæmt barnaverndarlögum að gera barnaverndarnefnd viðvart ef þess verður vart að barni sé misboðið, uppeldi þess vanrækt eða aðbúnaði þess svo áfátt að því geti stafað hætta af. Sérstakar skyldur eru lagðar á lögreglu og þá sem hafa afskipti af börnum, svo sem kennara, dagforeldrar, presta, lækna, ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa að tilkynna slík mál til barnaverndarnefndar.

Starfsmenn félagsþjónustu eru einnig starfsmenn barnaverndarnefndar. Þeir sinna barnavernd, taka við tilkynningum er varða aðbúnað barna og veita ráðgjöf og leiðbeiningar til fjölskyldna ef óskað er eftir. Nánari upplýsingar veitir félagsráðgjafi eða félagsmálastjóri. Utan skrifstofutíma er hægt að koma tilkynningum um neyðartilvik sem geta ekki beðið til næsta virka dags á framfæri við neyðarlínuna í síma 112.

Fulltrúar í félagsmálaráði og starfsmenn félagsþjónustunnar eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem njóta þjónustu sviðsins. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum.

Þegar tilkynnt er um vanrækslu barns eða óviðunandi misfellur á uppeldi þess getur sá sem tilkynnir óskað nafnleyndar. Það á þó ekki við gagnvart barnaverndarnefnd og starfsmönnum nefndarinnar.

Þegar barnaverndarnefnd hefur fengið tilkynningu eða upplýsingar um að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður er fyrst kannað hvort um rökstuddan grun er að ræða. Í flestum tilvikum hefst könnun hjá þeim sem best þekkja til, þ.e. foreldrum barnsins og barninu sjálfu. Í framhaldi af því er leitað upplýsinga hjá öðrum sem þekkja barnið, um líðan þess og aðstæður.

Flest barnaverndarmál eru unnin í samvinnu við foreldra.
Ef stuðningsaðgerðir bera hins vegar ekki árangur getur barnaverndarnefnd þurft að beita þvingunaraðgerðum. 

Útivistartími barna.

Frá 1. september til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 og börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri á þessu tímabili eftir kl. 22:00 
Frá 1. maí til 1. september lengist tíminn um 2 klukkustundir. Undanskilið er bein heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu eða að barnið sé í fylgd fullorðins.

Tilkynning til barnaverndarnefndar  Mínar síður

Hvað ber að tilkynna?

Allt athæfi sem getur verið hættulegt andlegri eða líkamlegri heilsu og þroska barns. Það kann að vera vanræksla, vanhæfni eða framferði foreldra gagnvart barni, áreitni eða ofbeldi af hendi annarra gagnvart barni eða hegðun þess.

Einnig skal tilkynna ef grunur er um að refsiverður verknaður hafi verið framinn gegn barni eða af því.


Áhugaverðar heimasíður

ADHD samtökin

Barnaheill

Barnaverndarstofa

Forvarnasíða Lögreglu

Umboðsmaður barna
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: