Tilkynning til barnaverndar
Ef maður er ekki viss hvort það rétt sé að tilkynna til barnaverndar er best að hafa samband við barnaverndina beint og fá ráð. Yfirleitt er betra að hafa samband frekar en ekki. Einstaklingar sem tilkynna til barnaverndar geta óskað eftir nafnleynd.
- Í gegnum mínar síður Tilkynning til barnaverndarnefndar
- Með því að senda tölvupóst á barnavernd@seltjarnarnes.is
- Með því að hringja í síma 5959-100 á opnunartíma þjónustuvers.
- Alltaf er hægt að hringja í Neyðarlínuna 112 og fá þannig samband við bakvakt barnaverndar.
Hvað ber að tilkynna?
Allt athæfi sem getur verið hættulegt andlegri eða líkamlegri heilsu og þroska barns. Það kann að vera vanræksla, vanhæfni eða framferði foreldra gagnvart barni, áreitni eða ofbeldi af hendi annarra gagnvart barni eða hegðun þess.
Einnig skal tilkynna ef grunur er um að refsiverður verknaður hafi verið framinn gegn barni eða af því.
Hvað er barnavernd?
Markmið barnaverndar er að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði með því að styrkja uppeldishlutverk fjölskyldunnar og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við. Börn eru börn samkvæmt lögum fram að 18 ára aldri. Starfsfólk kannar aðstæður barna sem talin eru búa við óviðunandi aðstæður og beitir tiltækum ráðum til úrbóta, svo sem ráðgjöf, tilsjónarmönnum, persónulegum ráðgjöfum, stuðningsfjölskyldum og vistun.
Það á alltaf að hafa samband við barnavernd ef maður heldur að barn búi ekki við nógu góðar aðstæður eða ef barn er að stefna sjálfu sér í hættu.
Ef þú eða einhver sem þú þekkir líður illa heima hjá sér, er farinn að neyta vímuefna, fremja afbrot eða sýna hættulega hegðun er mjög mikilvægt að láta einhvern fullorðinn vita. Það er líka hægt að hafa samband beint við barnaverndarnefnd sem á að grípa inn í og aðstoða eins og hægt er.
Ef maður er ekki viss hvort það rétt sé að tilkynna til barnaverndar er best að hafa samband við barnaverndina beint og fá ráð. Yfirleitt er betra að hafa samband frekar en ekki. Einstaklingar sem tilkynna til barnaverndar geta óskað eftir nafnleynd.
Símatími félagsþjónustu og barnaverndar
Mánudaga til fimmtudaga, kl. 13:00 - 14:00
Sími 5959 100
Tilkynning til barnaverndarnefndar
Alltaf er hægt að hringja í Neyðarlínuna 112 og fá þannig samband við bakvakt barnaverndar.
Gagnlegir tenglar
Hjálparsíminn 1717 og netspjallið