Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Dagvist aldraðra

Dagvist aldraðra

Starfrækt er dagvist fyrir aldraða á Skólabraut 3 - 5.
Dagvistin er opin frá kl. 8:00 - 16:00 alla virka daga. Hlutverk dagvistarinnar er að bjóða eldri borgurum á Seltjarnarnesi þjónustu sem miðar að því að þeir geti sem lengst búið á eigin heimili þrátt fyrir skerta andlega eða líkamlega heilsu.

Starfsemi og þjónusta.

Starfsemin felur í sér félagslegan stuðning eftir aðstæðum hvers og eins. Í boði er:

  • tómstundaiðja
  • aðstaða til léttra líkamsæfinga
  • hvíldaraðstaða
  • böðun
  • fæði (morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi)
  • akstur til og frá dagvist

Í húsinu er boðið upp á fótsnyrtingu, klippingu og hárgreiðslu gegn sérstakri greiðslu.

Beiðni um dagvist

Sótt er um dagvist hjá forstöðumanni dagvistar. Æskilegt er að umsækjendur komi og kynni sér aðstæður og er þá gengið frá skriflegri umsókn.
Starfsfólk heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva sem eru með sjúklinga í meðferð leggja inn umsóknir í samráði við sjúklinga og aðstandendur.
Umsókn skulu fylgja upplýsingar frá fagaðilum um færni og aðstæður umsækjanda þegar það á við.

Þjónustugjald

Dvalargestir greiða 1.020.- kr. fyrir hvern dvalardag. Greiða þarf sérstaklega fyrir efni til tómstundaiðju.

Starfsfólk dagvistar aldraðra:
Forstöðumaður: Sigríður Á Karvelsdóttir, sími: 517 1548, GSM: 822-9112
Starfsmaður: Margrét Hannesdóttir


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: