Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Forvarnir

Forvarnir

Forvarnastefna var samþykkt af bæjarstjórn í september 2009.

Forvarnastefna Seltjarnarness

Samráðshópur sem í eru fulltrúar frá lögreglu, kirkju, heilsugæslustöð og flestöllum stofnunum bæjarfélagsins sem sinna börnum og unglingum hittist reglulega nokkrum sinnum á ári og markar stefnu og aðgerðir í vímuvörnum. Er þetta fjölskipaður hópur sem hefur starfað í 7 ár. Vímuvarnaráætlun er til endurskoðunar og stefnt að því að hún verði hluti af fjölskyldustefnu bæjarfélagins sem er í mótun.

Félagsráðgjafi sinnir áfengis- og vímuvörnum. Markmið starfsins er að vinna að alhliða forvörnum í bæjarfélaginu, samræma og styrkja það forvarnarstarf sem þegar er unnið, og aðstoða fjölskyldur þar sem áfengis- og vímuefnavandi er til staðar.

Lögreglan, félagsþjónustan og Maríta á Íslandi hafa undanfarna vetur staðið fyrir fundi í Valhúsaskóla fyrir nemendur í 9 bekk og foreldra þeirra í kjölfar sýningar myndarinnar Maríta II. Ber fundurinn yfirskriftina “Hættu áður en þú byrjar”.

Veitt er ráðgjöf varðandi viðbrögð skóla, ef grunur er um áfengis- eða aðra vímuefnaneyslu nemenda í Valhúsaskóla.

Veitt hefur verið forvarnarfræðsla um eiturlyf, kynlíf og AIDS fyrir unglinga í 9. og 10. bekk Valhúsaskóla.

Lögreglan heimsækir nemendur í 7. bekk og spjallar við þá um forvarnir.

Foreldraröltið hefur verið á föstudags- og laugardagskvöldum. Hefur starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Selsins haft umsjón með því og leiðbeint foreldrum um tilhögun röltsins.

Foreldraráðgjöf hefur staðið öllum foreldrum til boða þar sem unglingar hafa af ýmsum ástæðum eins og vegna áfengisneyslu komið við sögu lögreglunnar og send hefur verið skýrsla þar um til félagsþjónustunnar skv. 18. gr. barnaverndarlaganna.

Hægt er að senda tölvupóst á vimuvarnir@seltjarnarnes.is til að spyrjast fyrir um ýmis forvarnarmál er varða áfengi og fíkniefni. Eins er hægt að koma með ábendingar um fræðslu og annað sem tengist forvörnum. Félagsráðgjafar munu svara fyrirspurnum íbúa.

 

Áhugaverðar heimasíður

Áfengis-og vímuvarnir Síða Lýðheilsustöðvar

Forvarnavefur Lögreglu 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: