Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Húsaleigubætur

Húsaleigubætur

Húsnæðisbætur eru greiddar leigjendum íbúðarhúsnæðis sem uppfylla ákveðin skilyrði um tekju- og eignamörk.

Allar nánari upplýsingar um þær má finna á vefnum www.husbot.is  Vinnumálastofnun sér um greiðslur þeirra.

Sérstakaur húsnæðisstuðningur

Seltjarnarnesbær greiðir sérstakan húsnæðisstuðning til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Seltjarnarnesbæ rafrænt eða hjá Félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar á eyðublöðum sem þar fást. Ekki þarf að skila inn  öðrum gögnum nema sérstaklega sé óskað eftir því. Til þess að geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning verður umsækjandi að vera búinn að sækja um húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnun og veita þar heimild til þess að Seltjarnarnesbær fái allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að geta afgreitt umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning.

Þeir sem hyggjast sækja um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Seltjarnarnesbæ þurfa að gera það í síðasta lagi 20. þess mánaðar sem þeir byrja að leigja.


SKILYRÐI FYRIR SAMÞYKKI UMSÓKNAR

Umsækjandi skal uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn verði samþykkt.

  1. Réttur umsækjanda til húsnæðisbóta á grundvelli laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur skal hafa verið staðreyndur.
  2. Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í Seltjarnarnesbæ þegar sótt er um.
  3. Leiguhúsnæði skal vera í Seltjarnarnesbæ nema um sé að ræða húsnæði fyrir 15-17 ára börn, sbr. 8. gr. reglna þessara.
  4. Samanlagðar tekjur umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, séu undir efri tekjumörkum samkvæmt 5. gr. reglna þessara.
  5. Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr.


FJÁRHÆÐ OG GREIÐSLA:

Tekjur undir neðri tekjumörkum skerða ekki rétt til sérstaks húsnæðisstuðnings. Sérstakur húsnæðisstuðningur fellur niður við efri tekjumörk í hverju tilfelli en skerðist hlutfallslega upp að því marki.

Fjöldi heimilismanna  Neðri tekjumörk á
ári 
Efri tekjumörk á
ári 
Neðri tekjumörk á
mánuði 
Efri tekjumörk á
mánuði  
 1 3.100.000
3.875.000  258.333
322.917 
 2 4.100.000  5.125.000  341.667 427.083 
 3 4.800.000  6.000.000  400.000  500.000 
 4 eða fleiri 5.200.000  6.500.000  433.333
541.667


Skilyrði fyrir greiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings er að umsækjandi fái einnig greiddar húsnæðisbætur á grundvelli laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.

Sjá einnig reglur um sérstakan húsæðisstuðning

Gagnlegir vefir:

Húsaleigusamningur (sjá velferðaráðuneytið)

Reikniforrit fyrir húsnæðisbætur 

VelferðarráðuneytiðÞjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: