Jafnréttismál
Jafnréttismál
Jafnréttisnefnd starfar skv. lögum um um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samþykkt hefur verið jafnréttisáætlun fyrir bæjarfélagið og er unnið samkvæmt henni.
Jafnréttisáætlanir á vinnustöðum. Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skulu setja sér jafnréttisáætlun eða kveða sérstaklega á um jafnrétti kvenna og karla í starfsmannastefnu sinni. Skal sérstaklega kveðið á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 14.–17. gr. laga um um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Yfirmenn á vinnustöðum Seltjarnarnesbæjar bera ábyrgð á að farið sé að jafnréttislögum og að starfað sé samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar.
Jafnréttisnefnd hefur staðið fyrir jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum samkvæmt jafnréttisáætlun bæjarins. Hafa fræðslufundir þessir verið vel sóttir. Stefnt er að nýju fræðsluefni á komandi skólaári (2013 – 2014)
Jafnréttisnefnd hefur veitt jafnréttisviðurkenningar til þess fyrirtækis eða stofnunar sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og / eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki. Viðurkenningin er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili. Lyfjastofnun, Leikskólar Seltjarnarness og Íslandsbanki, Eiðistorgi, hafa hlotið viðurkenningar jafnréttisnefndar.
Unnin hefur verið skýrsla á vegum jafnréttisnefndar þar sem aflað var tölfræðilegra, kyngreindra upplýsinga um stöðu karla og kvenna í stjórnsýslu bæjarins. Var skýrslan kynnt bæjarstjórn.
Jafnréttisnefnd hefur staðið fyrir opnum fræðslu- og umræðufundum um jafnréttismál.