Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Öruggt samfélag

Öruggt samfélag á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnesbær er þátttakandi í verkefninu Öruggt samfélag. Seltjarnanesbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem tekur þátt í þessu verkefni, er því um reynslusveitarfélag að ræða og hefur verið undirritaður samningur um samstarf bæjarins og Lýðheilsustöðvar um innleiðingu verkefnisins.

Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að efla slysa- og ofbeldisvarnir í bæjarfélaginu og auka þannig öryggi og velferð íbúa bæjarins. Stefnt er að því að lágmarka slysatíðni eins og mögulegt er sem og tíðni ofbeldisverknaða.

Hugmyndafræði verkefnisins er sótt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en verkefnið Safe Community, „Öruggt samfélag“ hefur verið starfrækt á alþjóðavísu frá árinu 1989. Búið er að skipa þverfaglegan stýrihóp sem fundar reglulega og vinnur að innleiðingu verkefnisins, þ.e.a.s. að því að gera samfélagið öruggara fyrir alla íbúa þess.

Stýrihópinn skipa;

Bæjarstjóri - Ásgerður Halldórsdóttir, formaður
Félagsþjónusta - Hildigunnur Magnúsdóttir, félagsráðgjafi og tengiliður verkefnis
Félagsþjónusta- Anna Kristín Guðmannsdóttir, öldrunarfulltrúi
Fræðslusvið- Baldur Pálsson, fræðslufulltrúi
Grunnskóli S.- Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri
Leikskólar S.- Soffía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri
Tónlistaskóli S.- Gylfi Gunnarson, skólastjóri
Íþróttamiðstöð - Haukur Geirmundsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi
Selið – Margrét Sigurðardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar
Umhverfis- og tæknisvið - Stefán Eiríkur Stefánsson, bæjarverkfræðingur
Kirkja- Sigurður Grétar Helgason, prestur
Lögregla – Jóhann Karl Þórisson, aðalvarðstjóri
Heilsugæsla – Arna Borg Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Slysavarnardeildin Varðan- Petrea Ingibjörg Jónsdóttir
Íþróttafélagið Grótta- Kristín Finnbogadóttir
Foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness- Erla Gísladóttir
Lýðheilsustöð – Rósa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: