Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Þjónusta við fatlaða

Þjónusta við fatlað fólk

Seltjarnarnesbær annast félagsþjónustu við fatlað fólk. Þar á meðal eru þessir þjónustuþættir:

  • Sérhæfð búsetuúrræði (sambýlið) við Sæbraut
  • Frekari liðveisla við fatlað fólk, margháttuð aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs
  • Ráðgjöf og aðstoð við fatlað fólk, foreldra fatlaðra barna og ungmenna og aðstandendur til viðbótar við það sem fyrir er hjá félagsþjónustunni
  • Stuðningsfjölskyldur
  • Skammtímavistun og atvinnu með stuðningi í samstarfi við Vinnumálastofnun.

Einstaklingar sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi sækja þjónustu til félagsþjónustu Seltjarnarnesbæjar.  


Liðveisla

Liðveisla er þjónusta veitt fötluðum. Markmiðið með liðveislu er að veita persónulegan stuðning og rjúfa félagslega einangrun, gera fötluðum kleift að njóta menningar og afþreyingar, og komast út meðal fólks. Einnig er lögð áhersla á að auka félagsfærni þess sem fær liðveislu. Liðveisla er veitt skv. lögum um málefni fatlaðra og um hana gilda reglur um liðveislu. Þörf fyrir liðveislu er metin í hverju og einu tilviki. Nánari upplýsingar gefur félagsráðgjafi í síma 5959 130.

Reglur um liðveislu

Ferðaþjónusta fatlaðra

Fatlaðir sem ekki komast ferða sinna í eigin bílum, strætisvögnum eða á annan hátt er veitt ferðaþjónusta með sérbúnum bifreiðum. Lögð er höfuðáhersla á að flytja fatlaða til og frá vinnu, skólum og hæfingarstöðvum. Aldraðir geta einnig í sérstökum tilvikum fengið akstur hjá ferðaþjónustu fatlaðra.

Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra

Önnur þjónusta

Fjárhagsaðstoð

Félagslegar leiguíbúðir

Heimaþjónusta

Húsaleigubætur

Skammtímadvöl fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfirÞjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: