Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Gjaldskrá um sorphirðu í Seltjarnarnesbæ.


1. gr.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar er heimilt að leggja á sérstakt sorphirðugjald samkvæmt 10 gr. samþykktar nr. 95/1999 um sorphirðu og hreinsun opinna svæða á Seltjarnarnesi.

2. gr.

Sorphirðugjald skal lagt á allar íbúðir sem metnar eru í fasteignamati. Leggja skal sorphirðugjald á aukaíbúðir í húsum sem metnar eru í fasteignamati sem óskiptar eignir.

Sorphirðugjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu, sorpeyðingu og urðun sorps, ásamt kostnaðarhlutdeild við rekstur endurvinnslustöðva.

3. gr.

Sorphirðugjald skal vera 38.124 kr. pr. íbúð/tunnu fyrir íbúðarhúsnæði.

Sorphirðugjald skal vera 38.124 kr. pr. matseiningu fyrir atvinnuhúsnæði.

4. gr.

Sorphirðugjald greiðist til Seltjarnarnesbæjar og skulu gjalddagar þess vera hinir sömu og gjald­dagar fasteignagjalda.

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtu­kostnaðar.

Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga.

5. gr.

Í þeim tilvikum sem sorphirða fer fram á grundvelli sérstakrar þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjald fyrir sannanlegum kostnaði samkvæmt fyrirliggjandi reikningi.

Sé sorphirða sérstaklega flókin og kostnaðarsöm er heimilt að leggja á aukagjald fyrir sannanlegum kostnaði samkvæmt fyrirliggjandi reikningi.

6. gr.

Gjaldskrá þessi er sett og staðfest samkvæmt 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og meng­unar­varnir, með síðari breytingum, og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi gjald­skrá um sorpgjald í Seltjarnarneskaupstað nr. 1303/2012.

Samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, 21. mars 2018.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri.

B deild - Útgáfud.: 25. apríl 2018Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: