Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla . Gildir frá 1. janúar 2013.

Niðurgreiðslur til einkarekinna leikskóla eru samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi niðurgreiðslur vegna leikskólavistar utan lögheimilissveitarfélags

Samþykkt niðurgreiðslu er háð þjónustusamningi milli Skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar og viðkomandi leikskóla þar sem tryggt er að gjald foreldra sé sambærilegt við gjald sem foreldrum ber að greiða fyrir dvöl í Leikskóla Seltjarnarness.

Í þjónustusamningi sem undirritaður skal af skólaskrifstofu, viðk.  leikskóla og foreldrum skal eftirfarandi tilgreint sem skilyrði fyrir greiðslu:

  • Að önnur daggæsluúrræði eru ekki í boði í sveitarfélaginu.
  • Að hlutaðeigandi barn hafi náð 9 mánaða aldri og eigi lögheimili á Seltjarnarnesi.
  • Að viðkomandi leikskóli hafi öll tilskilin starfsleyfi.
  • Að barnið sé slysatryggt.
  • Að fyrir liggi þjónustusamningur milli leikskóla, foreldra og Skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar.

Í samningnum skal tilgreind sú upphæð sem Seltjarnarnesbær samþykkir að greiða mánaðarlega í allt að 11 mánuðum á ári auk þess sem tilgreina skal mánaðarlegt dvalargjald sem foreldrar skulu greiða.

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: