Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, fráveita

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness, þann 29. nóvember 2017, voru samþykktar breytingar á gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness fyrir kalt vatn. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. desember 2017

Gjaldskrá Veitustofnunar Seltjarnarness, fráveita

1. gr.

Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnes­kaupstaðar.

2. gr.

Álagningarstofn fráveitugjalds skv. 2. gr. skal vera 0,150% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekkert fráveitugjald.

3. gr.

Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteigna­skatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

Skráður eigandi fasteignar skv. matsskrá Fasteignamats ríkisins eða skráður umráðandi ber ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds.

4. gr.

Húseigandi og lóðarhafi, lóðareigandi, ef um eignarlóð er að ræða bera ábyrgð á greiðslu fráveitugjalds, og er gjaldið tryggt með lögveði í lóð og mannvirkjum.

5. gr.

Við álagningu árlegs fráveitugjalds getur sveitarstjórn með einfaldri samþykkt sinni nýtt sér heimild í 2. mgr. 87. gr. vatnalaganna, sbr. lög nr. 137/1995, um niðurfellingu eða lækkun til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.

6. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar um álagningu fráveitugjalds frá 29. nóvember 2017 skv. 15. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitu og skv. 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, öðlast gildi 1. desember nk. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1168/2010 með síðari breytingum.

 


 
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: