Reglur um greiðslur til dagforeldra, vegna daggæslu barna í heimahúsi, með lögheimili á Seltjarnarnesi
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að greiða mánaðarlega í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna dvalar barna með lögheimili á Seltjarnarnesi. Bæjarstjórn ákveður fjárhæð hverju sinni að fenginni tillögu skólanefndar.
Skilyrði fyrir greiðslu eru:
- Að barnið eigi lögheimili á Seltjarnarnesi.
- Að viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi samkvæmt Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/ 2005
- Að barn hafi náð 12 mánaða aldri.
- Að barnið sé slysatryggt.
- Að foreldri sæki um niðurgreiðslur til Seltjarnarnesbæjar, á þar til gerðu eyðublaði.
Greiðsla Seltjarnarnesbæjar til dagforeldra vegna barna með lögheimili á Seltjarnarnesi frá og með 1. ágúst 2017:
Greiðsla frá Seltjarnarnesbæ v/barna, hjóna og sambúðarfólks |
Greiðsla v/barna, einstæðra foreldra og ef báðir foreldrar eru í námi | Greiðsla v/barna , ef annað foreldri er í námi |
Fyrir 6 stunda vistun kr. 49.500 | kr. 57.120 | kr. 54.060 |
Fyrir 6,5 stunda vistun kr. 53.625 | kr. 61.880 | kr. 58.565 |
Fyrir 7 stunda vistun kr. 57.750 | kr. 66.640 | kr. 63.070 |
Fyrir 7,5 stunda vistun kr. 61.875 | kr. 72.400 | kr. 67.575 |
Fyrir 8 stunda vistun kr. 66.000 | kr. 76.160 | kr. 72.080 |
- Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
- Leggja skal fram fjölskylduvottorð í tilviki einstæðra foreldra og námsvottorð skóla í tilviki námsmanna.
- Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá systkinaafslátt fyrir leikskólabarnið/börnin og eða barn/börn í Skólaskjóli/frístund.
- Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.
Gildir frá 1. janúar 2021. |