Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Reglur og samþykktir fyrir niðurgreiðslur á þjónustu dagforeldra og afslætti af gjaldskrám Leikskóla Seltjarnarness og Skólaskjóls Grunnskóla Seltjarnarness.

Systkinaafsláttur

  • Foreldrar / forráðamenn systkina sem njóta þjónustu dagforeldra eða stofnana á Fræðslusviði geta sótt um systkinaafslátt.
  • Systkinaafsláttur er samræmdur milli þjónustu dagforeldra og stofnana á sviðinu með þeim hætti að annað barn nýtur 50% afsláttar og systkini um fram annað barn njóta 100% afsláttar af dvalargjöldum. Fullt gjald greiðist ávallt fyrir yngsta barnið, en afsláttur reiknast á gjöld fyrir eldri systkini.

·         Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

Afsláttur til námsmanna

  • Námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi fá 40% afslátt fyrir hvert barn af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóli auk niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
  • Námsmenn þar sem annað foreldri er í námi fá 25% afslátt fyrir hvert barn af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóli auk þess geta sótt um sérstaka niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
  • Námsmenn þurfa að framvísa staðfestingu á skólavist frá viðkomandi skóla fyrir hverja önn, þar sem fram kemur að viðkomandi sé skráður í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Afsláttur kemur til framkvæmda um mánaðamót eftir að staðfestingu er skilað.
  •  Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

Afsláttur til einstæðra foreldra

  • Einstæðir foreldrar fá 40% afslátt af dvalargjöldum í leikskóla og Skólaskjóls auk þess geta sótt um sérstaka niðurgreiðslu af þjónustu dagforeldra.
  • Afsláttur til einstæðra foreldra fæst gegn framvísun vottorðs um hjúskaparstöðu (skila þarf vottorði fyrir hvert skólaár). 
  • Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.

Afslættir eru ekki afturvirkir og það er á ábyrgð foreldra að óska eftir þeim í umsókn. Þeir taka gildi í næsta mánuði eftir að beiðni berst til stofnunar. Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: