Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu hjá Seltjarnarnesbæ

Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu hjá Seltjarnarnesbæ

1. gr.

Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greiða gjald sem nemur 2.200.- kr. á  klukkustund. 

Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða gjald sem nemur  1.000. - kr.  á klukkustund.

Elli- og örorkulífeyrisþegar með mánaðartekjur/bætur yfir 450.000.- kr hjá einhleypum og 600.000.- kr. hjá hjónum/sambýlisfólki á mánuði greiða 2.200.- kr. á klukkustund.

 

Gjaldskrá skal taka mið af breytingum launakostnaðar í upphafi hvers árs. 

2. gr.

Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir sem einungis hafa lífeyristekjur frá Tryggingastofnun ríkisins  eða aðrar tekjur sem samsvara þeirri fjárhæð.

Þeir notendur heimaþjónustu sem hafa tekjur umfram tekjur frá T.R. eða samsvarandi fjárhæð, greiða aldrei hærri upphæð fyrir þjónustu en sem nemur 50% af umframtekjum. Ekki er greitt fyrir kvöld og helgarþjónustu

3. gr. 

Fjölskyldunefnd er heimilt að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta félagslega heimaþjónustu eða fella greiðslu alveg niður.  Skal þá tekið tillit til efnahags og annarra aðstæðna. Starfsmaður skal gefa skriflega umsögn um slíkerindi. 

4. gr. 

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. 

 

Gjaldskráin tekur gildi 16. maí 2007. 

  • Leiðrétt í janúar 2008 miðað við bætur T.R. og 4% hækkun taxta.
  • Leiðrétt í desember 2009 miðað við bætur T.R. og launabreytingar.
  • Leiðrétt í desember 2012 m.v. launabreytingar. (tekur mið af launum starfsmanna heimaþjónustu)
  • Leiðrétt gjaldskrá tekur gildi 1. janúar. 2019

.
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: