Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Gjaldskrá leikskóla Seltjarnarness

 Almennt leikskólagjald án fæðis frá 1. ágúst 2021

 Klst.

 4  10.980
 4,5  12.353
 5   13.725
 5,5  15.098
 6  16.470
 6,5  17.843
 7  19.215
 7,5  20.588
 8  21.960
 8,5  25.466
 9  28.972


Fæðisgjald frá 1. september 2022
  Einingarverð
pr. dag
Mánaðarverð m.v.
20 virka daga 
 Morgunverður  159  3.180
 Ávaxta-/grænmetisskammtur  112  2.240
 Hádegisverður  744  14.880
 Nónhressing  255  5.100
 Samtals  1.270  25.400
 Niðurgreitt af Seltjarnarnesbæ  -635  -12.700
 Samtals verð til foreldra   635
  12.700Afslættir:

  • Afsláttur er á milli skólastiga (leikskóla og skólaskjóls).
  • Systkinaafslættir 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn (gildir einnig ef yngra /yngsta systkini er hjá dagforeldri).
  • Námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og einstæðir foreldra fá 40% afslátt.
  • Námsmenn þar sem annað foreldri er í námi fá 25% afslátt.
  • Afsláttur er ekki á fæði.
  • Einstæðir foreldrar greiða lægra gjald gegn framvísun vottorðs um hjúskaparstöðu (skilað 1x á ári).
  • Námsmenn þurfa að framvísa staðfestingu frá viðkomandi skóla fyrir hverja önn og kemur afsláttur til framkvæmda um mánaðamót eftir að staðfestingu er skilað.
  • Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.

 

Innheimta

Leikskólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli, VISA, MasterCard eða greiðsla fer í gegnum banka. Greiða skal fyrirfram og er eindagi 15. hvers mánaðar, eftir eindaga leggjast á dráttarvextir. Skuldi foreldrar 3 mánuði er barninu sagt upp leikskóladvölinni og skuldin sett í innheimtu.

Leikskólinn er lokaður 4 vikur á sumrin og fellur leikskólagjald þá niður. Fullt leikskólagjald er annars greitt fyrir þann tíma sem barnið er skráð í leikskólann, þó barnið nýti ekki skráðan tíma vegna veikinda eða fría. Ef barn er fjarverandi samfellt í 2 vikur eða lengur vegna veikinda eða fría, fellur fæðiskostnaður niður. Foreldrar skulu tilkynna ef barn er fjarverandi vegna veikinda eða fría.

Skipulags- og námskeiðsdagar leikskólans eru fimm á ári og er leikskólinn lokaður þá daga og þeir auglýstir með a.m.k. mánaðar fyrirvara. Leikskólinn er lokaður á aðfangadag og gamlársdag.

 
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: