Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Gjaldskrá fyrir Skólaskjól  og Frístund 

Þjónusta og starfsemi

Skólaskjól eða Skjólið er dagvist fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Markmiðið með starfsemi Skjólsins er að mynda umgjörð um heildstæðan skóladag nemenda. Skólaskjólið starfar samkvæmt áherslum og markmiðum skólastefnu Seltjarnarnesbæjar. Þar er leitast við að skapa heimilislegt andrúmsloft þar sem börnin fást við margvísleg þroskandi viðfangsefni, taka þátt í hópastarfi, útivist og leikjum.

Skólaskjólið er opið daglega á starfstíma skóla og býðst nemendum að dvelja þar til allt að kl. 17:00. Opnunartími er í samræmi við starfsáætlun Grunnskóla Seltjarnarness. Skjólið veitir þjónustu eftir þörfum í jóla-, og páskafríum auk þess að vera opið á foreldra- og skipulagsdögum skólans.

Innritun í Skólaskjólið fer fram í maí, fyrir komandi skólaár, gegnum „Mínar síður“ á vef Seltjarnarnesbæjar https://innskraning.island.is/?id=minarsidur.seltjarnarnes.is .

Allar breytingar sem gerðar eru eftir innritun skal gera á vef Seltjarnarnesbæjar. Breytingar þurfa að vera gerðar fyrir 20. dag mánaðar svo þær taki gildi frá næstu mánaðamótum. Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst-júní). Ef þjónustu er sagt upp skal það gert fyrir 20. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. Þjónustu er sagt upp á mínum síðum á vef Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is.


Gjaldskrá Skólaskjóls  1. ágúst 2020               

1-10 klst./mán.
3.997
 11-20 klst./mán.  7.994
 21-30 klst./mán.  11.991
 31-40 klst./mán.  15.988
 41-50 klst./mán.  19.985
 51-60 klst./mán.  23.982
 61-70 klst./mán.  27.979
 71+ klst./mán.  31.976
      

Ef þjónustan er nýtt frá kl. 8.00 - 13.30 á foreldra- og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríi þarf að greiða 1.540 kr. á dag.


Síðdegishressing:

Síðdegishressing er pöntuð í gegnum vef Skólamatar hér.


Afslættir:

  • Afsláttur er á milli skólastiga (leikskóla og skólaskjóls).
  • Systkinaafslættir 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn (gildir einnig ef yngra /yngsta systkini er hjá dagforeldri). Fullt gjald greiðist ávallt fyrir yngsta barn.
  • Námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og einstæðir foreldrar fá 40% afslátt af dvalargjaldi.
  • Námsmenn þar sem annað foreldri er í námi fá 25% afslátt af dvalargjaldi.
  • Námsmenn þurfa að framvísa staðfestingu frá viðkomandi skóla fyrir hverja önn og kemur afsláttur til framkvæmda um mánaðamót eftir að staðfestingu er skilað.
  • Afsláttur er ekki veittur af fæðiskostnaði.
  • Einstæðir foreldrar greiða lægra gjald gegn framvísun vottorðs um hjúskaparstöðu (skal skilað árlega) og kemur afsláttur til framkvæmda um mánaðamót eftir að vottorði er skilað.
  • Kaupandi þjónustu nýtur þess afsláttar sem kemur honum best samkvæmt uppfylltum skilyrðum. Afsláttur leggst ekki við afslátt.

 

Innheimta

Gjöld fyrir þjónustu Skólaskjóls eru innheimt með greiðsluseðli, VISA, MasterCard eða greiðsla fer í gegnum banka. Greiða skal fyrirfram og er eindagi 15. hvers mánaðar, eftir eindaga leggjast á dráttarvextir. Skuldi foreldrar 3 mánuði er þjónustu Skólaskjóls sagt upp og skuldin sett í innheimtu. Greiðsla vegna ágúst og september mánaðar ár hvert er á gjalddaga 1. september og eindagi þann 15 september.

Fullt dvalargjald er greitt fyrir þann tíma sem barnið er skráð í Skólaskjólið, þó barnið nýti ekki skráðan tíma vegna veikinda eða fría. Ef barn er fjarverandi samfellt í 2 vikur eða lengur vegna veikinda eða fría, fellur fæðiskostnaður niður. Foreldrar skulu tilkynna ef barn er fjarverandi vegna veikinda eða fría.

Skipulags- og námskeiðsdagar Skólaskjóls eru tveir á ári og er Skólaskjólið lokað þá daga. Skólaskjólið er lokað í vetrarleyfi skólans, á aðfangadag og gamlársdag.

 


 
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: