Reglur um greiðslur til foreldra/forráðamanna, með lögheimili á Seltjarnarnesi, vegna daggæslu barna í heimahúsi.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir mánaðarlegar greiðslur í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna dvalar barna með lögheimili á Seltjarnarnesi.
Skilyrði fyrir greiðslu eru:
1. Að barnið eigi lögheimili á Seltjarnarnesi.
2. Að barnið sé hjá dagforeldri hafi starfsleyfi skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/ 2005.
3. Að barn einstæðra foreldra hafi náð 6 mánaða aldri og barn hjóna /sambúðarfólks hafi náð 9 mánaða aldri.
4. Að barnið sé slysatryggt hjá dagforeldri.
5. Að foreldri hafi samþykkta umsókn niðurgreiðslur Seltjarnarnesbæjar til handa dagforeldri.
- Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
- Greiðslum er hætt jafnhliða lokum þjónustu dagforeldra.
- Upphæð framlags verður endurskoðuð árlega við gerð fjárhagsáætlunar