Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Gjaldskrár

Hér er hægt að nálgast gjaldskrár og álagningarreglur fyrir Seltjarnarnesbæ, raðað í stafrófsröð eftir heiti.

 

Þjónusta
Gjaldskrár

Reglur um greiðslur til foreldra/forráðamanna, með lögheimili á Seltjarnarnesi, vegna daggæslu barna í heimahúsi. 

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir mánaðarlegar greiðslur í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna dvalar barna með lögheimili á Seltjarnarnesi.

Skilyrði fyrir greiðslu eru:

1.     Að barnið eigi lögheimili á Seltjarnarnesi.

2.     Að barnið sé hjá dagforeldri hafi starfsleyfi skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/ 2005.

3.     Að barn hafi náð 12 mánaða aldri.

4.     Að barnið sé slysatryggt hjá dagforeldri.

5.     Að foreldri hafi samþykkta umsókn niðurgreiðslur Seltjarnarnesbæjar til handa dagforeldri.


Greiðsla Seltjarnarnesbæjar til foreldra vegna barna með lögheimili á Seltjarnarnesi vegna daggæslu í heimahúsum miðast við 35.000 kr. á mánuði til jöfnunar leikskólagjaldi við Leikskóla Seltjarnarness.

  • Greitt er fyrir hálfan og heilan mánuð og miðast við 1. og 15. hvers mánaðar.
  • Greiðslum er hætt jafnhliða lokum þjónustu dagforeldra.
  • Upphæð framlags verður endurskoðuð árlega við gerð fjárhagsáætlunar

Gildir frá 1. janúar 2021.


 
Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: