Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Íþróttir og tómstundir

Íþróttir og tómstundir

Íþrótta-, tómstunda- og - æskulýðssvið fer með málefni íþrótta, tómstunda og æskulýðsmála.Sviðsstjóri er Haukur Geirmundsson

Á Seltjarnarnesi er öflugt íþróttastarf. Ber þar hæst starf Íþróttafélagsins Gróttu, en félagið hefur innan raða sinna knattspyrnudeild, fimleikadeild og handknattsleiksdeild.

Íþróttahús/Íþróttamiðstöð Seltjarnarness gegnir lykilhlutverki í starfssemi sviðsins ásamt gervigrasvelli við Suðurströnd, en þar er góð aðstaða fyrir alla íþróttaiðkun, hvort sem það eru skólarnir eða íþróttafélögin eða almenningur sem nýtir sér aðstöðuna.

Sundlaug Seltjarnarness er einnig staðsett við Íþróttamiðstöðina og er hún sívinsæl meðal bæjarbúa. Opnunartímar

Félagsmiðstöðin Selið er staður fyrir unglinga, þar sem unglingar hafa tækifæri til að gera hluti sem að þeir hafa gaman að og þar sem hægt er að hitta jafnaldra sína og skemmta sér með þeim undir leiðsögn og hjálp sérhæfðra starfsmanna. Selið er staðsett við Suðurströnd, í húsi Heilsugæslunar. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðunni – http://www.selid.is/.

Vakin er athygli á samþykkt Seltjarnarnesbæjar um tómstundastyrki sjá nánar:
Tómstundastyrkir,
Reglur og skilyrði um greiðslur tómstundastyrkja Seltjarnarnesbæjar,
Umsóknareyðublað

Umsókn um ferðastyrk 

Samþykktir um æskulýðs- og íþróttamál

Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar


Sumarbæklingur: Upplýsingar um leikjanámskeið og önnur námskeið sem eru á vegum Seltjarnarnesbæjar ásamt upplýsingum um námskeið annara félagasamtaka á Seltjarnarnesi

 Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: