Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Íþróttir

Íþróttir á Seltjarnarnesi

Á Seltjarnarnesi er öflugt íþróttastarf. Ber þar hæst starf Íþróttafélagsins Gróttu, en hún hefur innan raða sinna knattspyrnudeild, fimleikadeild og handknattsleiksdeild. Meistaraflokkar í handknattleik leika undir merkjum Gróttu.
Sunddeild KR. æfir einnig í Seltjarnarneslaug og tæplega 200 krakkar æfa reglulega með sunddeildinni.

Merki GróttuKnattspyrnudeild Gróttu

Knattspyrnudeild Gróttu hefur farið ört vaxandi síðustu ár og starfrækir flokka frá 8. flokki upp í meistaraflokk, bæði karla- og kvennamegin. Fótboltinn á Seltjarnarnesi er í mikilli uppsiglingu og hefur það sést bæði á árangri flokkanna og fjölgun iðkenda. Deildin telur nú rúmlega 350 iðkendur.

Æfingar fara fram utandyra allt árið hjá flestum flokkum, en yngstu flokkarnir eru með nokkrar æfingar inni yfir köldustu vetrarmánuðina. Æfingar fara fram á nýjum gervigrasvelli félagsins sem vígður var árið 2016. Knattspyrnudeildin sér einnig um öflugan knattspyrnuskóla á sumrin fyrir börn 5-10 ára. Knattspyrnudeildin bíður einnig upp á fjölbreytt námskeið á sumrin fyirr börn fædd 11-14 ára. 

Formaður knattspyrnudeildar Gróttu er Sölvi Snær Magnússon. 
Yfirþjálfari er Halldór Árnason. 
Þjálfarar meistarflokks karla eru Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason.
Þjálfarar meistaraflokks kvenna eru Guðjón Kristinsson og Magnús Örn Helgason. 
Heimasíða Gróttu: www.grottasport.is
Grótta á samfélagsmiðlum: www.instagram.com/grottasport - www.facebook.com/grottafc

Merki Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu er ein stærsta handknattleiksdeild landsins með um 350 iðkendur sem keppa fyrir hönd félagsins á mótum í 2.-8. flokki karla og kvenna auk meistaraflokka karla og kvenna.

Aðalmarkmið deildarinnar er að skila hæfum og góðum einstaklingum til samfélagsins í víðum skilningi. Það er markmið unglingaráðsins að allir iðkendur fái verkefni við sitt hæfi og fái reynslu í keppni og leik.

Einnig er mikilvægt að virkja foreldra í þátttöku í ýmsum verkefnum og um leið taka beinan þátt í starfinu með krökkunum. Ekki er ósennilegt að í kringum íþróttina sé að finna eitt besta forvarnarstarf sem Seltjarnarnesið hefur kynnst. Meistaraflokkar félagsins hafa það að markmiði að vera meðal þeirra bestu hverju sinni.

Formaður handknattleiksdeildar Gróttu er Eiríkur Elís Þorláksson
Þjálfari meistarflokks karla er Guðfinnur Kristmannsson
Þjálfari meistaraflokks kvenna er Ómar Örn Jónsson
Heimasíða Gróttu: www.grottasport.is

Fimleikadeild Gróttu

Fimleikadeild Gróttu býður upp á fimleika sem afreksíþrótt, en einnig er lögð áhersla á að koma á móts við almenna iðkendur sem geti þannig æft fimleika eftir getu og áhuga. Í fimleikadeildinni eru í boði áhaldafimleika fyrir stelpur og stráka frá þriggja ára aldri og hópfimleika fyrir stúlkur.

Að jafnaði eru rúmlega 400 iðkendur í deildinni. Fimleikar eru ein besta alhliða líkamsþjálfun sem býðst, þar sem saman fara samhæfing hreyfinga, liðleiki og snerpa. Mæla má með því að öll börn æfi fimleika sem góðan undirbúning fyrir aðrar íþróttir. Fyrirspurnir má senda á netfangið: fimleikar@grottasport.is

Formaður fimleikadeildar Gróttu er Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir
Yfirþjálfarar deildarinnar eru fjórir talsins; Gabriella Belányi (A, B og C-hópar), Gabor Kiss og Ezster Horvath (D, S og M-hópar) og Harpa Hlíf Bárðadóttir (T-hópar).
Heimasíða Gróttu: www.grottasport.is

Golfklúbbur NessGolfklúbbur Ness

Heimasíða Golfklúbbs Ness


Sunddeild KR

Sunddeild KR er eitt af sterkustu sundfélögum landsins þar sem að 200 krakkar í 16 hópum æfa reglulega með félaginu. Auk sundæfinga er mikið félagslíf unnið innan deildarinnar, svo sem æfingabúðir, sundmót, videokvöld og fleira.

Æft er í Sundlaug Seltjarnarness en einnig er æft í Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni, Laugardalslaug og í Austurbæjarskóla.

Formaður deildarinnar er Jóhannes Benediktsson.
Yfirþjálfari er Mads Clausen
Heimasíða sunddeildar KR

Trimmklúbbur SeltjarnarnessTrimmklúbbur Seltjarnarness TKS

Trimmklúbbur Seltjarnarness (TKS) er líklega elsti trimmklúbbur landsins. Hann var stofnaður árið 1985 þegar nokkrir áhugasamir trimmarar fóru að hittast reglulega við Sundlaug Seltjarnarness undir forystu Margrétar Jónsdóttur. Kjörorð hennar var "Muna að hafa gaman" og er starfið enn á þeim nótum.

Trimmklúbburinn hittist þrisvar í viku árið um kring í anddyri Sundlaugar Seltjarnarness, á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:40 og á laugardögum kl. 9. Hlaupaleiðir og hlaupaáætlanir eru margbreytilegar. Oft liggur leiðin um Seltjarnarnes þar sem tekin eru brekkuhlaup eða sprettæfingar en æfingar fara einnig fram víða um höfðuborgarsvæðið. Yfir vetrarmánuði eru teknar styrktaræfingar inanndyra en þær færast gjarnan út þegar að fer að hlýna.  Þjálfari hópsins, sem Seltjarnarnesbær leggur til, skipuleggur æfingar og gerir hlaupaáætlanir þar sem tekið er mið af ólíkri getu og markmiðum hlaupafélaga.

Auk hlaupaæfinga stendur klúbburinn fyrir ýmsum öðrum viðburðum s.s. Neshlaupinu í byrjun maí, Kirkjuhlaupi á annan í jólum, nýliðanámskeiðum, árlegri gönguferð og hlaupaferðum erlendis. Einnig eru ýmsir fræðslufundir og gleðistundir, en árgjaldi kr. 2.500 er ætlað að standa undir því.

Við hvetjum áhugasama til að slást í hópinn, en skráning er ekki nauðsynleg. Eingöngu að mæta á ofangreindum æfingatíma.

TKS er á facebook: https://www.facebook.com/groups/653114471368031/

Formaður TKS er Kristinn Ingvarsson, netfang: trimmklubburinn@gmail.com

 

Balletskóli Guðbjargar

Balletskóli Guðbjargar Björgvinsdóttur hefur starfað á Seltjarnarnesi s.l. 20 ár og hefur ávallt verið til húsa í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd. Kennt er frá miðjum september til loka apríl.

Starfsemi skólans skiptist í tvennt. Forskóli er fyrir börn 4-6 ára. Klassíski skólinn er fyrir nemendur frá 7 ára aldri. Má segja að í klassíska skólanum hefjist hið eiginlega balletnám. Einnig er boðið upp á ballettíma fyrir eldri nemendur, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Skólastjóri er Guðbjörg Björgvinsdóttir.
Sími skólans er 561-1459.
Nánari upplýsingar fást í síma 562-0091.
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: