Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Tómstundastyrkir

Tómstundastyrkir Seltjarnarnesbæjar


Reglur um tómstundastyrkir voru samþykktar á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness þann 31. október 2008 og endurskoðaðar 1. maí 2014 og 19. september 2018 . 

Reglur og skilyrði um greiðslur tómstundastyrkja Seltjarnarnesbæjar

Umsókn um tómstundastyrk hjá Seltjarnarnesbæ Mínar síður


Frá árinu 2008 hefur Seltjarnarnesbær veitt börnum og unglingum á aldrinum 5-18 ára sem búsett eru á Seltjarnarnesi svokallaðan tómstundastyrk. Um er að ræða árlega upphæð til greiðslu félagsgjalda í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi.

Tómstundastyrkurinn var hækkaður um 20.000 þann 1. janúar 2015 og nemur nú 50.000 krónum á ári, á hvern iðkenda/þátttakanda. Þessari ráðstöfun er sérstaklega beint að barnafjölskyldum á Seltjarnarnesi með það að leiðarljósi að auka þátttöku barna og unglinga í íþrótta, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

Meginmarkmið tómstundastyrkjanna hefur frá upphafi verið að öll börn og ungmenni á Seltjarnarnesi geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Tómstundastyrkirnir auka einnig valfrelsi, jafnrétti og fjölbreytni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.

Gildi þess að taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga er ótvírætt hvað varðar líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness og bæjarstjórn hvetur börn, unglinga og forráðamenn þeirra til þess að nýta sér styrkinn.

Nánari upplýsingar um styrkina og reglur um úthlutun má finna hér á heimasíðu bæjarins:
http://www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir/nr/3223Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: