Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Menning og listir

Menning og listir

Menningarsvið nær yfir málefni Bókasafns Seltjarnarness, Fræðaseturs í Gróttu, Náttúrugripasafns, menningarhátíðar annað hvert ár sem og annarra menningartengdra viðburða sem bæjarfélagið stendur fyrir, auk annarra málefna sem varða menningu og listir.

Fjölbreytt menningarstarf er í boði í Seltjarnarnesi allan ársins hring. Menningarnefnd Seltjarnarness úthlutar styrkjum til menningarstarfs en auk þess stendur menningarnefnd fyrir kaupum á listaverkum og bæjarlistamaður er valinn árlega. 

Sviðsstjóri er María Björk Óskarsdóttir

Hér er hægt að lesa menningarstefnu Seltjarnarness.

Bókasafn Seltjarnarness

Hlutverk Bókasafns Seltjarnarness er að vera vettvangur fyrir félags- og menningarlíf bæjarbúa þar sem almenningur getur notið menningar, bókmennta og lista, og jafnframt að vera rafræn upplýsingastofnun með nýjustu margmiðlunartækni sem völ er á.

Fræðasetur í Gróttu

Grótta er einstök náttúruperla vestast á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna óspillta og einstaka náttúru. Fræðasetrið er ætlað að kynna náttúru og umhverfi Gróttu íbúum Seltjarnarness. Fræðasetrið hefur verði leigt út til hópa eða einstaklinga til fundahalda, minni hátíðahalda og gistingar. Sjá upplýsingar um Fræðasetur í Gróttu

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofum Seltjarnarness í síma 5959 100.

Náttúrugripasafn Seltjarnarness

Náttúrgripasafn Seltjarnarness var opnað 18. maí 1982. Safnið er staðsett að stærstum hluta í Valhúsaskóla. Hluti safnsins er þó sýndur á Bókasafni Seltjarnarness auk skáps sem staðsettur er á Heilsugæslustöðinni. 

Nesstofa

Þjóðminjasafnið sér um rekstur Nesstofu. Nesstofa er fyrsti íslenski landlæknisbústaðurinn, hlaðin úr tilhöggnu grjóti á árunum 1761-1763.
Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: