Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Bókasafn

Bókasafn Seltjarnarness

Bókasafn SeltjarnarnessSviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs: María Björk Óskarsdóttr
Sími: 5959 170
Fax: 5919 176
Netfang: bokasafn@seltjarnarnes.is
Veffang: www.seltjarnarnes.is/bokasafn
Staðsetning: Eiðistorg 11, 2. hæð - pósthólf 235 - 172 Seltjarnarnes
Afgreiðslutími safnsins er mánudaga til fimmtudaga 10-18:30, föstudaga 10-17 og laugardaga 11-14. Lokað á sunnudögum og á laugardögum frá 1.júní -31.ágúst.

Upphaf Bókasafns Seltjarnarness

Bókasafn Seltjarnarness var upphaflega einn þáttur í starfsemi Framfarafélags Seltirninga sem stofnað var 6. desember 1883. Lestrarfélag Framfarafélagsins hélt sinn fyrsta fund 21. nóvember 1885.

Framfarafélagi Seltirninga var slitið árið 1943 og var þá ákveðið að bókasafn félagsins yrði látið ganga til Seltjarnarneshrepps. Það hafði þá að geyma um 2500 bindi bóka. Safnið var upphaflega til húsa í Mýrarhúsaskóla eldri, en fékk inni í byggingu nýs Mýrarhúsaskóla, enda hafði Framfarafélagið lagt til fé til nýbyggingarinnar.

Árið 1983 flutti bókasafnið í húsnæði að Skólabraut, í hús Heilsugæslustöðvarinnar, en árið 2003 flutti safnið í núverandi húsnæði á Eiðistorgi. Í Bókasafni Seltjarnarness má nú finna yfir 48.000 bindi bóka, auk annarra safngagna.

Hlutverk

Bókasafn Seltjarnarness er menningar-, mennta- og upplýsingastofnun Seltjarnarness og starfar samkvæmt gildandi lögum um almenningsbókasöfn. Safnið fellur undir  menningarsvið Seltjarnarness og starfar í þremur deildum: skráningardeild, útlánadeild og barnadeild.

Nánari upplýsingar er að finna á veffangi Bókasafns Seltjarnarness sem kemur fram hér fyrir ofan.

Bókasafn Seltjarnarness starfar í samræmi við Lög um almenningsbókasöfn frá 1997 og Yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn.

Markmið

Efla lýðræði, jafnrétti, athafnafrelsi og velferð borgaranna. Þjónusta safnsins skal ná til þeirra allra, án tillits til aldurs, kynferðis, kynþáttar, stjórnmálaskoðana, trúarbragða, þjóðernis, eða þjóðfélagsstöðu.

  • Jafna aðgang að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu
  • Standa vörð um íslenska tungu, bókmenntir og menningararf og hvetja til lesturs, náms og símenntunar

Leiðir að markmiðum

  • Upplýsingar um safnkost eru notendum aðgengilegar í Gegni, sameiginlegum gagnagrunni bókasafna landsins.
  • Safnið hafi yfir að ráða á hverjum tíma nýjustu tækni í upplýsingaleit og heimildaöflun og leiðbeini notendum að finna gögn sem ekki eru til í safninu og veita aðstoð við millisafnalán.
  • Börn og unglingar eru hvött til lestrar á leið þeirra til þroska og sjálfseflingar.
  • Bókasafn Seltjarnarness hafi á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki sem sinnir störfum sínum af alúð. Safnið stuðli að símenntun starfsmanna.
  • Safnið veitir upplýsingar um Seltjarnarnesbæ, stofnanir og þjónustu þeirra og veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum faglega upplýsingaþjónustu.
  • Safnið skal vera sýnilegt bæjarbúum sem lifandi menningar- og upplýsingastofnun.
  • Safnkostur uppfylli óskir og þarfir viðskiptavina safnsins.
  • Fjármunum skal vera vel varið.

Stjórn Bókasafns Seltjarnarness.

Bókasafnið starfar undir Menningarnefnd Seltjarnarness.

 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: