Bragi Ásgeirsson

Bragi Ásgeirsson - Kona

Bragi Ásgeirsson, Kona

Ár: 1954.
Efni: krítarkol á pappír.


Stærð: 46 x28 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum

Þessi litla kolamynd Braga Ásgeirssonar (f. 1931) er teiknuð eftir að hann hafði stundað myndlistarnám í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Osló, þar sem hann lagði einkum fyrir sig grafíknám. Þessi mynd á sér margar hliðstæður í grafíkverkum Braga frá þessum tíma, þar sem gefur að líta mjúk, ávöl form jafnframt þéttri efniskennd. Áhrifa frá strangflatarlistinni gætir í meðferð hinna ýmsu líkamshluta sem eru einfaldaðir, svo og í bakgrunninum sem er nánast afstrakt. Kvenminnið hefur alltaf verið sterkt hjá listamanninum og gaf hann myndum sínum gjarnan nöfn eins og Hin blakka, Hin djúpúðga eða Hin munaðarfulla. Persónan í þessari mynd er einfaldlega kona. Sterkbyggð og stöðug í láteysi sínu vísar hún ekki aðeins til kúbískra formæðra sinna heldur einnig til fornra frjósemisgyðja og kventákna

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: