Grétar Reynisson

Gretar Reynisson - Steingervingar

Grétar Reynisson, Steingerfingarnir

Ár: 1985.
Efni: olía á striga.

Stærð: 167 x 139 cm. .
Staðsetning: á Bæjarskrifstofu.

Lista- og menningarsjóður Seltjarnarness keypti þetta málverk af Grétari Reynissyni (fæddur 1957) á sýningu sem hann hélt í Nýlistasafninu í Reykjavík árið 1985.

Steingerfingarnir fellur undir hið svokallaða „nýja málverk" sem margir listamenn af yngri kynslóðinni spreyttu sig á á þessum tíma. Þó Grétar hafi á ferli sínum einkum unnið með konseptlist, helgaði hann sig málverkinu um nokkurra ára skeið. Í þessu verki gætir expressjónískra áhrifa, þ.e. að listamaðurinn tjáir myndefnið með frjálsum og fremur grófgerðum pensilförum sem skapa vissa spennu innan myndflatarins. Verkið getur virst afstrakt við fyrstu sýn, en vísar einnig til raunveruleikans eins og nafnið gefur til kynna. Það má lesa úr verkinu stílfærð form steingerfinga sem jafnframt miðla tilfinningu um innilokun og stöðnun.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: