Guðmunda Andrésdóttir

Gudmunda Andresdóttir - Án titils

Guðmunda Andrésdóttir, Án titils

Ár: 1972.
Efni: olía á striga.
Stærð: 100 x 150 cm.
Staðsetning: á Bókasafni

Þetta málverk Guðmundu Andrésdóttur (1922-2002) er hluti af gjöf Ingibjargar og Sverris Sigurðssonar til Bókasafns Seltjarnarness 1985.

Guðmunda var eina konan í Septem-hópnum sem hún sýndi með um árabil eða frá því hún kom úr námi í París árið 1952. Allan sinn feril var hún trú abstraktlistinni, knúin áfram af þörf til að leita nýrra forma, nýrrar tjáningar. Málverkið sem hér um ræðir er málað á tímabili þegar hringform leystu af hólmi svartar skálínur í list hennar. Hringirnir líkt og dansa á bakgrunni gerðum úr láréttum línum og flötum, meðan grennri línur tengja sum formin innbyrðis og við bakgrunninn. Litirnir eru hreinir og að mestu óblandaðir. Þetta verk er mjög skylt verki frá sama tíma í eigu Listasafns Háskóla Íslands sem ber nafnið Þulur. Það má einmitt kenna hrynjanda í myndum Guðmundu, hvert verk er eins og vísa eða kafli í ljóðabálki með eigin áherslum og blæbrigðum en þó órofa hluti af stærri heild.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: