Gunnar Örn

Gunnar Örn - Vera í landslagi

Gunnar Örn, Vera í landslagi

Ár: 1987.
Efni: olía á striga.


Stærð: 120x120 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum

Gunnar Örn (f. 1946) var einn af fulltrúum hins svokallaða “nýja málverks” á 9. áratugnum, en þá tóku listamenn aftur til við að mála á striga, oft á hlutbundinn og expressjónískan hátt. Í þessu verki Gunnars Arnar eru verurnar óræðar, blanda af konu og karli, manni og dýri. Þær falla á óhefðbundinn hátt inn í landslagið, svo og inn í myndflötinn því þær virðast vera að brjótast út úr honum. Skærir litirnir undirstrika þetta draumkennda og súrrealíska andrúmsloft. Gunnar Örn segist mála af innsæi og að myndirnar endurspegli alltaf hans innri mann, hans andlega ferðalag. Hér virðist listamaðurinn vera að takast á við kvenlega og karmannlega þætti í eigin sjálfi, í umhverfi sprottnu úr litríkri undirmeðvitund.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: