Gunnlaugur Scheving

Gunnlaugur Scheving, Frá Seltjarnarnesi

Gunnlaugur Scheving - Frá SeltjarnarnesiÁr: 1954 Efni: olía á striga Stærð: 34,5 x 39,4 cm. Keypt í febrúar 2006 af menningarnefnd Seltjarnarness
Staðsetning: á bæjarskrifstofum

Frá eftirstríðsárunum þekkjum við einkum stórbrotin málverk Gunnlaugs Scheving (1904-1972) af sjómönnum á hafi úti eða af friðsælum kúm og fólki í haga á Suðurlands-undirlendinu. Jafnhliða þessum verkum málaði hann smærri myndir, sem Björn Th. Björnsson kallaði "sumarmyndir", oft gerðar á ferð hans um landið þar sem hann gaf lausan tauminn málaragleði sinni í nýju umhverfi.

Þessi litla mynd sýnir vesturhluta Seltjarnarness á björtum og vindasömum sumardegi; grasið er iðandi, hafið hvítfryssandi og gott skyggni til jökulsins og Snæfellsness.

Allt frá því er hann dvaldi í Grindavík á fyrstu árum fimmta áratugarins hafði Gunnlaugur mikið dálæti á að mála byggð við sjó. Eins og þar gætir hér vissra andstæða milli rólegs lífs í landi – hestar á beit – og ólgu úthafsins. En það er einkum frelsið, í pensilskrift og litameðferð, sem skín út úr þessari mynd, frelsi og sköpunargleði listamannsins sitjandi með trönur sínar í hlíð Valhúsahæðar.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: