Hafsteinn Austmann

Hafsteinn Austmann - Abstrakt

Hafsteinn Austmann, Abstrakt.

Ár: 1987.
Efni: olía á striga.


Stærð: 109x125 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum.

Hafsteinn Austmann (f. 1934) hefur alla tíð verið trúr abstraktlistinni, allt frá því hann nam undir handleiðslu Þorvaldar Skúlasonar og dvaldist í París á 6. áratugnum. Hefur hann gegnum árin þróað afar persónulegan stíl þar sem ljóðræn form og litanotkun eru hamin í sterkri myndbyggingu.

Í þessu verki er undirlagið málað í mörgum, þunnum lögum sem gefur blágræna litnum í miðju þess dýpt og líf. Jaðrarnir eru úr hvítum, tjáningarfullum pensilstrokum sem opna verkið og veita andstæðu við dökku strikin sem halda utan um liti og óregluleg form undirlagsins. Hafsteinn hefur sagt að hann reyni að búa til málverk sem virka eins og óræð og opin ljóð og hafa burði til að lifa sjálfstæðu lífi eftir að hann hefur sleppt af þeim hendinni. Þetta er eitt slíkra ljóða, viðkvæmt og sterkt í senn.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: