Herdís Tómasdóttir

Herdís Tómasdóttir, Birting.

Herdís Tómasdóttir - BirtingÁr: 1998
Efni: hör, ull, koparþráður, sísal

Stærð: 140 x 160 cm. Staðsetning: í Valhúsaskóla
Keypt: í júní 2002 af Menningarnefnd Seltjarnarness

Í veflistaverkum sínum tekst Herdís Tómasdóttir (f. 1945) á við form og liti. Í þessu verki er þríhyrningsformið einkum áberandi og útfært í ýmsum stærðargráðum um miðlægan öxul. Herdís litar allt efni sem hún notar sjálf og nær þannig fram afar fínlegum blæbrigðum í ullina sem er aðal uppistaðan í vefnum.

Hér notar hún tvo kalda litaskala, bláan og brúnan, ásamt gráum tónum sem fara nánast yfir í hvítt. Kopar- og sísalþræðir skapa þrívíddartilfinningu og undirstrika sterka efniskennd. Þó verkið virðist algerlega afstrakt er náttúruleg tilvísun í nafninu og getur mynduppbyggingin hæglega lýst sólarupprás á vetrarmorgni yfir sjóndeildarhring þungbúins sjávar. Þessi myndræna tilvísun er þó öðru fremur tilefni til leitar að fullkomnu jafnvægi í samhverfu forma, lita- og efnisnotkun

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: