Hringur Jóhannesson

Hringur Jóhannsson - Í haga

Hringur Jóhannesson, Í haga.

Ár: 1966.
Efni: litkrít á pappír.


Stærð: 38x29 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum

Hringur Jóhannesson (1932-1996) var upprunninn úr Aðaldal í Suður-Þingeyjasýslu og snéri oft þangað aftur til að mála íslenskt landslag, en það var hans helsta viðfangsefni í gegnum tíðina. Þessi litla krítarmynd er frá upphafi málaraferils hans en ber þó í sér öll þau megin atriði er áttu eftir að einkenna list hans. Myndefnið er óþekkt landslag, án sérkenna eða tilþrifa, sem miðlar mýkt og ferskleika náttúrunnar. Eins og svo oft notar Hringur ekki skarpar útlínur heldur byggir myndina upp með litunum. Óvenjuleg sjónarhorn eru eitt af sérkennum verka hans og á það fyllilega við í þessari mynd sem virðist nánast máluð í grasrótinni. Látleysi, gróska, mildi og kyrrð ríkja í þessum haga sem hverjum og einum finnst hann kannast við

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: