Karl Kvaran

Karl Kvaran, Þrumustemming.

Þrumustemming eftir Karl Kvaran

Ár: 1980
Efni: olía á striga
Stærð: 100 x 140 cm.
Staðsetning: á Bókasafni
Gjöf frá Ingibjörgu og Sverri Sigurðssyni til Bókasafns Seltjarnarness

Ólíkt mörgum síðari verkum Karls Kvaran (1924-1989) er þetta málverk ekki byggt upp af svörtum línum, heldur einungis með lituðum formum. Bláa þrískipta formið sker sig frá bakgrunninum með hvítum útlínum og minna skörp skil og köntóttar línur á risastóra klippimynd. Blái liturinn er í eðli sínu róandi, en samtefling hvíts og svarts, svo og andstæðu litanna appelsínuguls og fjólublás skapa vissa spennu innan myndflatarins.

Með nafngift verksins að leiðarljósi má greina í því sterka náttúruupplifun, þar sem bláa formið getur táknað lognið á undan storminum, sem gefinn er í skyn með andstæðum litum og hvössum formum.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: