Karl Kvaran

Karl Kvaran - 2 form

Karl Kvaran, 2 form.

Ár: 1984.
Efni: olía á striga.
Stærð: 137 x 97cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum

Karl Kvaran (1924-1989) tileinkaði sér hugmyndir og aðferðir konkretlistarinnar eða hinnar geómetrísku abstraksjónar á sjötta áratugnum. Fljótlega þróaði hann myndbyggingu mótaða af grind úr svörtum línum sem hvíldu á bakgrunni í ýmsum litum.

Það má segja að Karl Kvaran hafi verið trúr þessari byggingu æ síðan, leit hans að dýpri og fyllri tjáningu hefur leitt af sér hægfara, agaða þróun innan þessa ramma.

Í Tveimur formum eru svörtu línurnar orðnar mjúkar, sveigðar og með kvenlegri skírskotun en þó sterkar og mótaðar af festu. Innan þeirra líður blár litur sem er svo einkennandi fyrir Karl og sem ásamt hvíta litnum gefur hinum tveimur lóðréttu formum fyllingu og líf.

Þetta verk þarfnast ekki tilvísunar til hins hlutgerða heims, formin standa fyrir sínu sem viðfangsefni og uppistaða heilsteyptrar myndar.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: