Kjartan Guðjónsson

Kjartan Guðjónsson, Stúlka

Kjartan Guðjónsson - StúlkaÁr: 1993 Efni: Blýantur á pappír Stærð: 54 x 74 cm. Keypt í október 1993 af Lista- og menningarsjóði Seltjarnarness.

Kjartan Guðjónsson (fæddur 1921) var einn af upphafsmönnum Septembersýningarinnar sem hélt uppi merkjum afstrakt málverksins á árunum 1947-1952.

Kjartan er einn af okkar bestu teiknurum, enda kenndi hann módelteikningu við Myndlista- og handíðaskóla Íslands í yfir aldarfjórðung. Sem oftar er viðfangsefni þessarar myndar kvenlíkaminn. Mýkt hans og munúð eru dregin fram með léttum en sterkum dráttum og í einföldun formanna gætir áhrifa frá hinu óhlutbundna skeiði listamannsins.

Ávalar, bogamyndaðar línurnar eru undirstrikaðar í mynstri kjóls eða klæðis fyrirsætunnar, en línurnar og rauðbrúnn liturinn kallast á við neðri hluta myndarinnar. Bakgrunnur er hins vegar svarthvítur og skapa andstæður þar vissa dýptartilfinningu, einkum í hægri helmingi. Umhverfi stúlkunnar er þó fremur órætt því hún er sprottin úr ljóðrænum og draumkenndum heimi skapara síns.Senda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: