Jóhannes S. Kjarval

Jóhannes Kjarval - Esja

Jóhannes S. Kjarval, Esja.

Ár: 1939.
Efni: olía á striga.
Stærð: 100 x 146 cm.

Staðsetning: á Bæjarskrifstofum.

Jóhannes Kjarval (1885-1972) málaði allmikið af myndum af Esjunni, oftast séða frá Mosfellsheiði eða úr Mosfellsdal, líkt og hér. Það sem vekur athygli í þessari mynd er hvað pensilskriftin er hröð og litameðferð djörf. Kaldur litaskalinn, með bláum, svörtum og grænum tónum, virðist gefa til kynna að hér sé um vetrarlandslag að ræða, en gulir og sér í lagi rauðir tónar vega upp á móti honum og vísa fremur til hauststemningar. Eldrautt skipið ofarlega til vinstri svo og ársetning og höfundarmerking í neðri hornum undirstrika þessa áherslu. Í landslagsmyndum sínum, t.d. frá Þingvöllum, dró Kjarval gjarnan fram smáatriði með því að afmarka þau dökkri umgjörð. Hér er þessu öfugt farið, málarinn gefur ekki gaum smáatriðum heldur leitast við að draga fram þá heildarstemningu eða þau hughrif sem hann varð fyrir á þessum stað, á vegu sem virðist í dag óvenju expressjónísk og nútímaleg.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: