Kristján Davíðsson

Kristján Davíðsson - Kommóða

Kristján Davíðsson, Kommóða.

Ár: 1971.
Efni: olía á striga.
Stærð: 79x74 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum.

Lista- og menningarsjóður Seltjarnarness keypti þetta málverk af listamanninum árið 1992.

Hlutbundin verk eru ekki ýkja mörg og skipa fremur sérstæðan sess í ferli Kristjáns Davíðssonar (f. 1917). Á áttunda áratugnum málaði hann nokkrar Kommóður, þar af er ein í eigu Listasafns Íslands. Sú er hér um ræðir er staðsett í frekar óræðu rými, að því er virðist í horni herbergis. Hluturinn, veggir og gólf eru ekki afmörkuð línum
heldur með litum og hefur hver myndhluti sitt litróf. Kristján er mikill kóloristi og leikur sér að því að draga fram allan bláa skalann í gólfinu, frá ljósbláu yfir í grænblátt og
fjólublátt. Kommóðan er að sama skapi í margvíslegum rauðum litum. Kraftur þessara lita og expressíónísk pensilskriftin gera að verkum að hluturinn virkar nánast lifandi, hann sker sig frá köldum bakgrunninum og virðist ætla á stjá.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: