Kristján Davíðsson

Kristjan Davíðsson - Flæðarmál

Kristján Davíðsson, Flæðamál.

Ár: 1982.
Efni: olía á striga.
Stærð: 90 x 100 cm. .
Staðsetning: á Bókasafni

Árið 1985 gáfu hjónin Ingibjörg og Sverrir Sigurðsson Bókasafni Seltjarnarness stóra gjöf listaverka í tilefni 100 ára afmælis safnsins. Var þetta málverk Kristjáns Davíðssonar (fæddur 1917) þar á meðal.

Verk Kristjáns einkennast af ljóðrænum expressjónisma, þar sem litir og óhlutbundin form kallast á og mynda órofa heild. Þó hann sæki myndefni sín oft til náttúrunnar er túlkunin yfirleitt afstrakt. Kristján er einnig mikill unnandi tónlistar og má segja að það megi „heyra" verk hans jafnt og að horfa á þau. Flæðamál er eitt fárra verka hans sem bera nöfn, en í því má vel skynja hreyfingu sjávar og þeirra vera sem þar eru á sveimi og jafnvel greina kuðung eða skel. Öðru fremur er það þó tilfinning þess sem er staddur í íslensku fjöruborði sem hér er túlkuð.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: