Messíana Tómasdóttir

Messíana Tómasdóttir, Blár.

Messiana Tómasdóttir - BlárÁr: 2000
Efni: akríl á japanpappír, plexígler
Stærð: 70 x 50 cm. (hver mynd)
Gjöf frá listakonunni árið 2000 er hún var bæjarlistamaður Seltjarnarness

Messíana Tómasdóttir (f. 1940) hefur fengist við að skapa myndverk úr japanpappír og plexígleri frá árinu 1995, auk þess að hafa notað plexíglerið í fjölmörgum leikmynda sinna. Þessi verk eru hluti af sýningu þar sem hún sýndi sjö verk kölluð Blár I-VII, en verkin sem hér um ræðir bera nöfnin Blár IV, VI og III.

Málaður pappírinn sem myndar geómetrísk form er festur milli fjögurra plexíplatna en þannig nást fram næm litbrigði og sterk dýptartilfinning. Messíana vinnur alltaf með liti á mjög meðvitaðan hátt, út frá fagurfræðilegum jafnt sem táknrænum forsendum.

Fyrir henni er blái liturinn "óvirkur í venjulegum skilningi, miðað við þann rauða, en virkur á andlega sviðinu. Þar er hann innhverfur, tákn trúar, hugsjóna, hugmyndafræði, fræðimennsku og kyrrðar." Tölur eru einnig táknrænar, þannig að hér er um að ræða óhlutbundin verk með djúpa andlega skírskotun.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: