Sigurður Örlygsson

Sigurður Örlygsson, Segulsvið.

Sigurður Örlygsson - SegulsviðÁr: 1992
Efni: olía og klippimynd á pappír
Stærð: 85 x 60 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum
Keypt í október 1992 af Lista- og menningarsjóði Seltjarnarness

Sigurður Örlygsson (f. 1946) hefur lengst af fengist við súrrealískan veruleika með vísindalegu ívafi í myndum sínum, sem hann kallar sjálfur "fantasíuverk". Myndmál þessarra verka byggist upp á ýmsum táknum og myndum, gjarnan af margs konar tækjum og tólum sem eiga sér tilvist í óræðum tíma og rúmi.

Í Segulsviði heldur hendi úr klippimynd í einhvers konar taug sem liggur gegnum tvo píramíta niður í segulsvið sem er tákngert með hringjum eða baugum. Bakgrunnurinn er málaður í mörgum lögum og neðst má greina plánetur á hreyfingu. Hvítt, þykkt miðbik myndarinnar kemur á móti áhorfanda eins og þokuský sem hylur það sem undir býr, en jafnframt er það þar sem "galdurinn" gerist: leiðingin gegnum forn geómetrísk form skapar kosmískt segulsvið. Þó Sigurður vinni yfirleitt í mun stærra formi tekst honum í þessari litlu mynd að skapa tilfinningu fyrir alheimslegri hreyfingu og öflum.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: