Sigurjón Ólafsson

Sigurjón Ólafsson - Skyggnst bak vid tunglið

Sigurjón Ólafsson, Skyggnst bak við tunglið.

Ár: 1961/1986.
Efni: járn.

Stærð: 372x332x214 cm. Staðsetning: við Íþróttamiðstöð

Sigurjón Ólafsson (1908-1982) vann frummynd þessa verks þegar hann dvaldist á Reykjalundi árið 1961. Stækkuð útgáfa var pöntuð af bæjarstjórn Seltjarnarness fyrir tilstuðlan Sverris Sigurðssonar og sett upp á núverandi stað 1986. Var það fyrsta verkið sem var stækkað að Sigurjóni látnum.

Skyggnst bak við tunglið (einnig nefnt Farið bak við tunglið) er hluti af afstrakt járnskúlptúrum sem Sigurjón vann í byrjun 7. áratugarins. Samkvæmt nafninu hefur hann stjörnufræðilega skírskotun, en Sigurjón var mikill áhugamaður um þau fræði. Það má líka sjá í verkinu dýraform og jafnvel tilvísun í goðsöguna um Fenrisúlf. Það stendur einnig fyllilega fyrir sínu sem óhlutbundið rýmisverk. Í verkum sem þessum er það áhorfandinn sem skynjar hlutinn og túlkar á sinn hátt, samkvæmt eigin reynslu og tilfinningu.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: