Þorbjörg Höskuldsdóttir

Þorbjörg Höskuldsdóttir - Súlnasalur

Þorbjörg Höskuldsdóttir, Súlnasalur.

Ár: 1988.
Efni: olía á striga
Stærð: 75 x 85 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum.

Lista- og menningarsjóður Seltjarnarness keypti þetta verk árið 1988 af listakonunni.

Þorbjörg Höskuldsdóttir (f. 1939) hefur löngum málað myndir af íslensku landslagi sem í eru felld brot af byggingarlist framandi menningarskeiða. Súlnasalur sýnir gjá með fjall í baksýn þar sem marmarasúlur ber við íslenskt berg og renna þau á köflum saman í efri hluta myndarinnar. Gjárbotninn er lagður flísum eins og í svo mörgum verkum Þorbjargar, en við það skapast sterk fjarvíddartilfinning. Við erum stödd í eins konar draumkenndum eða súrrealískum heimi þar sem manngerð form renna saman við óspillt landslag. Þorbjörg sér meira í íslenskri náttúru en venjulegt auga nemur og má því að vissu leyti telja hana arftaka Jóhannesar Kjarvals.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: