Þorvaldur Skúlason

Þorvaldur Skúlason, Án titils.

Þorvaldur SkúlasonÁr: 1970-1971 Efni: túss og pastel á pappír
Stærð: 40 x 28 cm.
Lista- og menningarsjóður Seltjarnarness fékk verkið í skiptum fyrir aðra mynd í október 1988

Þessi túss-skissa Þorvaldar Skúlasonar er unnin eftir að hann dvaldist í þrjú sumur, á árunum 1967 til 1969, að Þórustöðum í Ölfusi. Fljótið varð honum drjúgur innblástur og kveikja að svokölluðum "Ölfusár-myndum" hans.

Þessi litla mynd sver sig í ætt við þær, en hér er það hvorki straumkast né iður fljótsins sem hann tekur fyrir, heldur lygnur og hægari hreyfingar vatnsins. Sporöskjulöguð hringformin eru sjálfstæð form, en um leið hluti stærri heildar, líkt og í verkinu Málverk (Lygnur) frá 1975 í eigu Listasafns Háskóla Íslands.

Þegar náttúran er áhrifavaldur að verkum Þorvaldar vekur hún fremur upp hugmyndir og form heldur en að vera bein fyrirmynd. Þannig verður litaskalinn óháður kveikjunni og myndefnið er fært út í víðara samhengi, það sem listamaðurinn kallaði "hreyfingu og hljómfall tilverunnar".Senda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: