Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson - Skaut

Tryggvi Ólafsson, Skaut.

Ár: 1987.
Efni: olía á striga

Stærð: 75x150 cm.
Staðsetning: á Bæjarskrifstofum

Þetta málverk Tryggva Ólafssonar (f. 1940) var keypt árið 1989 af Lista- og menningarsjóði Seltjarnarness.

Skaut er byggt upp af fjórum formum, þar sem tvö eru auðþekkjanleg: fjall og kvenlíkami. Sitt hvoru megin við þau eru tvö hring- eða spíralform sem virka meira afstrakt. Þau ná lítillega út fyrir rammann og því virðist sem myndin sé á hreyfingu, sé hluti af stærra ferli. Samkvæmt venju sinni notar Tryggvi hreina sterka liti og skýrt afmörkuð form. Í gegnum tíðina hefur listamaðurinn þróað eins konar sjálfstætt tungumál byggt á táknmyndum og það má líkja þessu verki við ljóð þar sem orðum er raðað upp á óhefðbundinn hátt. Skaut er eins konar myndljóð um móður náttúru, frjósemi, upphaf mannkyns og alheimsins, þar sem formin hreyfast í hægri hringrás eilífðarinnar.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: