Valtýr Pétursson

Valtýr Pétursson - Án titils

Valtýr Pétursson, Málverk eftir

Ár: 1975.
Efni: olía á striga.
Stærð: 110 x 130 cm.
Staðsetning: á Bókasafni

Þetta verk var hluti af gjöf Ingibjargar og Sverris Sigurðssonar til Bókasafns Seltjarnarness í nóvember 1985.

Af meðlimum Septem-hópsins var Valtýr Pétursson (1919-1988) einna ötulasti talsmaður abstraktlistar á Íslandi. Hann nam m.a. í París og hélt lengi á lofti merkjum hinnar óhlutbundnu listar sem þar var iðkuð. Á sjöunda áratugnum urðu verk Valtýs smám saman ljóðrænni og nálguðust hlutbundna list að nýju. Myndin sem hér um ræðir er þó algerlega óhlutbundin, byggð upp af samspili lita og frjálslegra forma. Listamaðurinn nær hreyfingu og dýpt í verkið með því að mála "bakgrunninn" í heitum, rauðum litum en "mótívið" í kaldari tónum sem eru skorðaðir af með svörtum eða brúnum, meira afgerandi formum. Heitir litir virka yfirleitt nálægir en eru hér greinilega í bakgrunni meðan þeir köldu líkt og ryðjast út úr myndfletinum og skapa um leið dýptarfilfinningu.

Ásdís ÓlafsdóttirSenda grein

Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: