Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Menntun/skólar

Menntun/skólar

Fræðslusvið - Skólaskrifstofa nær yfir málefni grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla. Fræðslustjóri er Baldur Pálsson

Hér er hægt að lesa skólastefnu Seltjarnarness.


Ungbarnaleikskóli - síða: http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/menntun/ungbarnaleikskoli/

Ungbarnaleikskóli Seltjarnarness er sjálfstæð fag- og rekstrareining á vegum Seltjarnarnesbæjar. Hann var stofnaður í júlí 2021 og tók til starfa 1. október sama ár. Leikskólinn heyrir undir skólanefnd bæjarins og er sviðsstjóri fjölskyldusviðs yfirmaður leikskólamála. Í leikskólanum eru nemendur á öðru aldursári til tveggja ára.

Ungbarnaleikskólinn er opinn frá kl. 7:45 - 16:30 og boðið er upp á 4 - 8 klst. dvalartíma, en hámarksdvöl er 8 klst. á dag.

Leikskóli  - vefur leikskóla: http://leikskoli.seltjarnarnes.is/

Leikskóli Seltjarnarness er sameinuð fag- og rekstrareining undir stjórn eins leikskólastjóra. Leikskólinn starfar á fjórum starfstöðvum. Mánabrekka, Sólbrekka og Fagrabrekka standa við Suðurströnd og leikskóladeildin Holt er í Seltjarnarneskirkju. Í leikskólanum er nemendur á aldrinum 14 mánaða til sex ára, en miðað er við að öll börn komist í leikskóla að hausti á því ári sem þau verða tveggja ára. Skólinn er opinn frá kl. 7:45 - 16:30 og boðið er upp á sveigjanlegan dvalartíma. 

Grunnskóli - Vefur grunnskóla: http://grunnskoli.seltjarnarnes.is/

Á Seltjarnarnesi er rekinn einn heildstæður grunnskóli, Grunnskóli Seltjarnarness fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla 1. ágúst 2004. Skólastarf fer fram í báðum skólahúsunum og eru nemendur í 1.-6. bekk í húsi Mýrarhúsaskóla en nemendur í 7.-10. bekk í húsi Valhúsaskóla. Nemendur í grunnskólanum eru um 650. Skóladagurinn hefst kl. 8:10 en skóladagur nemenda er mislangur sbr. Aðalnámskrá grunnskóla. Mötuneyti eru starfrækt í báðum skólahúsunum.

Dagforeldrar

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Skólanefnd Seltjarnarness veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni eins og kveðið er á um í reglugerð félagsmálaráðuneytisins nr.907 frá 2005. (Opnast í nýjum vafraglugga)

Eftirfarandir aðilar hafa leyfi til daggæslu á Seltjarnarnesi.
Sjá
yfirlit yfir aðila með leyfi til daggæslu.

Tónlistarskóli - vefur tónlistarskóla: http://tonlistarskoli.seltjarnarnes.is/

Tónlistarskóli Seltjarnarness hóf starfsemi 1974. Nemendur skólans eru rúmlega 250. Við skólann er kennt á fjölbreytt hljóðfæri og einnig eru starfræktar lúðrasveitir og strengjasveit.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: