Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Daggæsla

Dagforeldrar

Dagforeldrar veita börnum daggæslu en eru sjálfstætt starfandi. Skólanefnd Seltjarnarness veitir starfsleyfi til dagforeldra og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni eins og kveðið er á um í reglugerð félagsmálaráðuneytisins nr. 907 frá 2005.

Þegar foreldrar velja dagforeldri fyrir barnið sitt er mikilvægt að þeir kynni sér vel þjónustuna sem í boði er s.s. allan aðbúnað, leikfangakost, hvíldaraðstöðu og leikaðstöðu bæði inni og úti.
Foreldrar skulu gera skriflegan samning við dagforeldrið um dvalartíma og gjald fyrir dvölina.
Ákvörðun um vistun barnsins er á ábyrgð foreldra.

Reglur um greiðslur til dagforeldra, vegna daggæslu barna í heimahúsi, með lögheimili á Seltjarnarnesi

Umsókn um niðurgreiðslu á gjaldi vegna dagvistunar barns hjá dagforeldri

Eftirlit - Leyfisveitingar

Fræðslustjóri annast leyfisveitingar og veitir dagforeldrum ráðgjöf og sér um eftirlit. Reglulegar heimsóknir leikskólafulltrúa eru tvisvar til þrisvar á ári og oftar á reynslutíma dagforeldris og ef upp koma athugasemdir og/eða kvartanir frá foreldrum.

Val á dagforeldri er á ábyrgð foreldra. Þá eru foreldrar í daglegu sambandi við dagforeldri og ætti því að vera í góðri aðstöðu til að fylgjast vel með starfinu. Foreldrar eru hvattir til að ræða við dagforeldri barnsins ef umönnun eða aðbúnaði er ábótavant.

Eftirfarandir aðilar hafa leyfi til daggæslu á Seltjarnarnesi.
Sjá yfirlit yfir aðila með leyfi til daggæslu. 


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: