Frístundamiðstöð Seltjarnarness

Frístundamiðstöð Seltjarnarnesbæjar sameinar þjónustu sem veitt hefur verið af hálfu Fræðslusviðs og Íþrótta- og tómstudasviðs bæjarins í Skjól/frístund, Selinu, Skelinni, Sumarskóla og á sumarnámskeiðum.  

Yfirmaður frístundamiðstöðvarinnar er Margrét Sigurðardóttir. Forstöðumaður barnastarfs er Hólmfríður Petersen og forstöðumaður unglingastarfs ef Guðmundur Ari Sigurjónsson. Barnastarf nær yfir þjónustu Sumarskóla, Skólaskjóls/frístundar og sumarnámskeiða, en unglingastarfið nær yfir félagsmiðstöðina Selið, ungmennahúsið Skelina, ungmennaráð og sumastarf unglinga.

Markmið frístundamiðstöðvar er að standa fyrir heildstæðu þjónustutilboði fyrir börn, frá 6 ára aldri, og ungmenni. Þjónusta frístundamiðstöðvar miðar við heildstætt tilboð árið um kring, sem einfalda skal foreldrum skráningu og fyrirbyggja rof í þjónustu.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: