Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Félagsmiðstöðin Selið

Félagsmiðstöðin Selið

Upplýsingar um Félagsmiðstöðina Selið


Forstöðumaður: Jóna Rán Pétursdóttir

Sími: 5959 177 og 595 9178

Veffang: http://www.selid.is

Opnunartími: Sjá heimasíðu Selsins - opnunartími

Staðsetning: við Suðurströnd í húsi Heilsugæslunar


Félagsmiðstöð er staður fyrir unglinga. Það er staður þar sem unglingar hafa tækifæri til að gera hluti sem að þeir hafa gaman að og þar sem hægt er að hitta jafnaldra sína og skemmta sér með þeim undir leiðsögn og hjálp sérhæfðra starfsmanna í húsnæði sem hefur margt upp á að bjóða.

Vetrardagskrá Selsins hefst í byrjun september. Aðaláherslan í starfseminni er lögð á fjölbreytt tómstundastarf ásamt því að boðið er upp á námskeið þar sem sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Starfsmenn Selsins hafa allir menntun og eða reynslu af unglingastarfi og sjá þeir ásamt unglingunum um skipulagningu og framkvæmd tómstundastarfsins. Selið er einnig í samstarfi við Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla - Mýrarhúsaskóla varðandi félagslíf og tómstundastarf nemenda.

Dagsstarf

Í opnu dagstarfi, milli klukkan 13:00 -18:00 er boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Félagsmiðstöðin býður upp á biljarð, borðtennis, pílukast, leikjatölvu og ýmis önnur spil, auk þess sem hægt er að vinna heimalærdóminn, horfa á fræðsluefni, lesa, æfa fyrir sýningar og uppákomur, eða bara spjalla saman og slappa af.

Kvöldstarf

Í kvöldstarfi er hefst kl.: 20:00 er ávallt fjölbreytt dagskrá. Fastir liðir hafa m.a. verið: Náttfataball, stelpna- og strákakvöld, fræðslu- og kynningakvöld, plötusnúðakeppni, karaokekeppni, skautaferðir, videokvöld, sundlaugarpartý, spurningakeppni, heimsóknir í aðrar félagsmiðstöðvar, böll, diskótek og margt fleira.

Aðrar uppákomur eru t.d. ferðalög, útvarp Ebbi, Samfés-tónleikar, ýmis námskeið, upplestrarmaraþon og margt fleira.


Þjónusta


Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: